Leiguskodun.is hefur um árabil gert úttektir  fyrir leigusala og leigutaka við byrjun og lok leigutíma og hafa m.a verið í góðu samstarfi við leigumiðlanir til að tryggja að leiguskoðun sé ávallt eins og best verður á kosið.

Við höfum tölvuvætt skoðanirnar sem tryggir að upplýsingarnar er hægt að nálgast hvar sem er hvenær sem er með síma eða tölvu. úttektin er rituð beint í tölvu og prentuð út til undirskriftar úttektarmanns, leigutaka og leigusala. Myndir eru teknar ef þess er óskað og þær varðveittar á sama hátt.

Forsvarsmaður leiguskodun.is er Örvar Ingólfsson húsasmíðameistari, löggiltur aðili í gerð eignaskiptayfirlýsinga og Matsfræðingur.
Hann hefur lokið diplómanámi frá Háskólanum í Reykjavík sem Matsfræðingur. Í því námi eru eftirfarandi áfangar.

  • Skoðun fasteigna I
  • Skoðun fasteigna II
  • Kostnaðarmat og kostnaðaráætlanir
  • Kostnaðarmat II
  • Tjónamat
  • Dómsmat
  • Matstækni/Lokaverkefni

Einnig hefur hann lokið matstækninámi frá Háskóla Íslands og húsasmíðameistaranámi frá Meistaraskólanum. Allir starfsmenn eru Skoðunarmenn fasteigna eða meira menntaðir frá HR eða HÍ. Félagi í M.F.Í. og Félagi matsfæðinga.

 

Matsmaðurinn er óháður og metur samkvæmt því.

 Endilega hafið samband í símanúmer hér til hliðar eða sendið inn This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

                                  Skoðum málið frá öllum hliðum