Leiguskoðun við leigubyrjun:
- Farið er yfir alla íbúðina (húsið) frá vinstri til hægri:
- Hvert rými skráð með nafni og númeri.
- Merkt er við hvert atriði sem skoðað er og þeim gefin einkunn samkvæmt fyrirfram skilgreindum forsendum. Ef ástæða þykir er athugasemd skráð við atriðið og mynd tekinn ef þurfa þykir.
- Sérstakur lykill er fyrir þrif húsnæðisins sem einnig er skráð.
- Eftir að skoðun lýkur er skýrslan prentuð út og viðstöddum gefin kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar um skýrsluna.
- Eftir að viðstaddir eru sammála um skýrsluna er hún prentuð út í 3 eintökum. Eitt fyrir leigutaka, eitt fyrir leigusala og því 3ja heldur matsmaður.
- Öll gögn eru vistuð á staðnum í gagnaveri.
"skoðum málið frá öllum hliðum"